Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið 46 vegna sprengjuárásar í Istanbul í gær þar sem átta létu lífið og 81 særðust.
Innanríkisráðherra Tyrklands, Suleyman Soylu, hefur sagt að árásarmennirnir komi úr röðum Verkamannaflokks Kúrdistan (PKK). Þó hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Tykland lítur á PKK sem hryðjuverkasamtök.
Al Jazeera greinir frá þessu og hefur eftir Soylu að á meðal þeirra sem handtekin voru sé einstaklingurinn sem skildi sprengjuna eftir.
Um er að ræða unga konu, sem á hafa gefið til kynna tengslin við PKK í skýrslutöku. Hún hafi sagst hafa verið þjálfuð í Sýrlandi og farið yfir til landamærin til Tyrklands.
Lögreglan í Istanbul segir að 1200 öryggismyndavélar hafi verið skoðaðar vegna málsins og að farið hafi verið í húsleitir á 21 mismunandi stöðum, sem tengjast konunni.
