Um 80 prósent ör­yrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Þetta kemur fram í til­kynningu Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands um könnun um fjár­hags­stöðu ör­yrkja.

„Tæp­lega 8 af hverju 10 eiga erfitt, eða frekar erfitt með að ná endum saman, saman­borið við rétt um 30% at­vinnu­lausra, í sam­bæri­legri könnun fyrr á árinu. Staða ein­hleypra for­eldra er enn verri,“ segir í til­kynningunni.

Þetta kemur fram í veiga­mikilli rann­sókn á högum fatlaðs fólks sem Varða rann­sóknar­stofnun vinnu­markaðarins kynnir í dag klukkan 14 að Grettis­götu 89. Fundurinn fer fram í fundar­sal BSRB og mun Kristín Heba Gísla­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu kynna helstur niður­stöður skýrslunnar.

„Fyrir svörum verða einnig Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ og for­maður stjórnar Vörðu, Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir for­maður BSRB og stjórnar­maður í Vörðu, sem og Þuríður Harpa Sigurðar­dóttir, for­maður ÖBÍ.“

Þá segir í til­kynningunni að mark­mið könnunarinnar var að fá upp­lýsingar um stöðu fatlaðs fólks varðandi fjár­hag, fé­lags­lega stöðu, við­horf til þjónustu­stofnana, breytingar á al­manna­trygginga­kerfinu, at­vinnu­þátt­töku og heilsu­far þeirra.

Hægt er að skoða skýrsluna á vef Vörðu í dag klukkan 14 , rann­vinn.is.