Hitabeltisstormurinn Ana skall á suðaustur horn Afríku í vikunni og hefur haft skelfileg áhrif á þrjú ríki, Madagaskar, Malaví og Mósambík. Minnst 77 hafa látist vegna stormsins í löndunum þremur og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili.
Annar stormur virðist vera á leiðinni og löndin eru nú í óðaönn að undirbúa sig undir áframhaldandi hamfaraveður.

Madagaskar tilkynnti í gærkvöldi að tala látinna væri orðinn. Í Mósambík hafa átján andlát verið skráð og ellefu í Malaví. Leifar af storminum hafa skolast yfir Simbabve en enginn látist svo vitað sé af.
Tugir þúsunda heimila hafa verið eyðilögð í storminum, einhver sem hafa fallið saman vegna mikilla rigninga. Einhverjir hafa jafnvel fest inni í húsum sem hafa fallið saman.
130 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Madagaskar en skólum og íþróttahúsum hefur verið breytt í neyðarskýli í höfuðborginni.
