Alls fengu 438 ein­staklingar upp­bótar­með­ferð við ópíata­fíkn með lyfinu buprenorfín í fyrra. Það er fjölgun um 162 ein­stak­linga frá árinu 2019. Þetta kemur fram í svari Willum Þórs Þórs­sonar heil­brigðis­ráð­herra við fyrir­spurn Diljár Mist Einars­dóttur um það hvort hann ætli að veita læknum heimild til að á­vísa ópíóíðum og sam­bæri­legum efnum til ein­stak­linga með vímu­efna­vanda með skaða­minnkun að mark­miði eins og tíðkast í Dan­mörku.

Willum segir í svari sinu að það hafi aðal­lega verið á á­byrgð sér­fræðinga í geð­lækningum að á­vísa þessum lyfjum og að flestir sem hafi fengið þessi lyf á­vísuð séu í þjónustu SÁÁ, Land­spítala eða Sjúkra­hússins á Akur­eyri auk þess sem sér­fræðingar í ópíata­fíkn hafi á­vísað þeim.

Hann segir að ef um á­vísun á forða­stungu­lyf með buprenorfín sé að ræða sé notkun þeirra bundin við á­vísun og gjöf á heil­brigðis­stofnun (H-merkt). Töflu­formið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíkni­sjúk­dómum. Þá segir hann að ein­göngu sér­fræðingar í til­teknum sjúk­dómum eða undir­grein læknis­fræði megi á­vísa lyfinu (Z-merkt lyf) og því geti fleiri sér­greina­læknar en geð­læknar skrifað upp á lyfið en þó með því skil­yrði að sýnt sé fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi.

Hann bendir á að Sjúkra­tryggingar Ís­lands og SÁÁ hafi gert með sér samning um við­halds­með­ferð gegn ópíum­fíkn sem starf­rækt sé á göngu­deild á Sjúkra­húsinu Vogi á Stór­höfða og að sam­kvæmt því hafi SÁÁ sinnt megin­hluta þessarar með­ferðar.

Lyfin eru bæði til í töflu­formi og sem stungu­lyf og segir í svari Willum að nokkur hluti sjúk­linga í göngu­deildar­þjónustu SÁÁ eða undir eftir­liti geð­lækna sækir lyfin sín á töflu­formi í apó­tek.

Willum segir að hvað varði heimildir lækna til að á­vísa þessum lyfjum þá sé ferlið al­mennt þannig að í um­sókn um markaðs­leyfi koma fram tak­markanir við á­vísun lyfs og segir það á­kvörðun Lyfja­stofnunar að út­færa það með til­liti til sér­greina og af­greiðslu­merkinga.

Svar ráð­herra er hægt að lesa hér.