Tæp­lega 13900 ein­staklingar hafa nú greitt at­kvæði utan kjör­fundar vegna sveita­stjórnar­kosninganna, sam­kvæmt upp­færðum tölum frá há­deginu í dag. Af þeim hafa tæp­lega níu þúsund greitt at­kvæði vegna kosninganna á höfuð­borgar­svæðinu.

„Það gengur mjög vel,“ segir Sig­ríður Kristins­dóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í sam­tali við Frétta­blaðið. „Finnum fyrir því að það er mikil aukning núna seinustu dagana fyrir kjör­dag.“

Sam­kvæmt Sig­ríði kusu 1521 á höfuð­borgar­svæðinu í gær og fyrir há­degi í dag hafa 307 greitt at­kvæði. „Það má búast við mikilli aukningu það sem eftir er fram að kjör­degi. Það er alltaf mjög mikið að gera seinustu dagana,“ segir Sig­ríður.

Breyting hefur orðið á utan­kjör­funda­at­kvæða­greiðslu sem stendur nú að­eins yfir í fjórar vikur en ekki átta eins og áður hefur verið. Sam­kvæmt Sig­ríði byrjar at­kvæða­greiðslan alltaf ró­lega og flestir kjósa síðustu vikuna fyrir kjör­dag.

Þegar kjör­staðir lokuðu í gær var kjörsókn á höfuð­borgar­svæðinu mjög svipuð því sem var í sveitar­stjórnar­kosningum árið 2018. 8631 höfðu greitt at­kvæði á höfuð­borgar­svæðinu í gær en á sama tíma­punkti fyrir kosningar árið 2018 höfðu 8477 at­kvæði borist.