Þrír voru í dag í Héraðs­dómi Reykja­víkur úr­skurðaðir í fjögurra vikna á­fram­haldandi gæslu­varð­hald, eða til 14. septem­ber, vegna rann­sóknar lög­reglu á inn­flutningi á miklu magni af fíkni­efnum.

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að einn til við­bótar hafi setið í gæslu­varð­haldi vegna málsins en hann hefur verið færður í af­plánun vegna annarra mála.

Þar kemur einnig fram að um sé að ræða tæp­lega 100 kíló af kókaíni sem var falið í vöru­sendingu á leið til landsins.

„Málið er til­komið vegna frum­kvæðis­rann­sókna á skipu­lagðri brota­starf­semi og miðar rann­sókn þess vel,“ segir í til­kynningunni og að ekki sé hægt að veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.

Mennirnir voru handteknir þann 5. ágúst. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í gær að rannsókn málsins miði vel en vildi lítið segja um þróun mála

„Ekki annað en það sem komið hefur fram í tilkynningum. Rannsóknin gengur ágætlega,“ segir Grímur.