Fyrsti vinningur upp á rúm­lega 2,8 milljarða króna gekk út þegar dregið var út í EuroJack­pot í kvöld. Vinnings­hafinn er frá Spáni.

Tveir fengu annan vinning, og fær hvor miða­hafi rúmar 112 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Tékk­landi og Sví­þjóð.

Þriðji vinningur gekk einnig út, en það voru þrír sem unnu hann og fær því hver miða­hafi rúmar 42 milljónir króna. Einn miðinn var keyptur í Finn­landi en hinir tveir í Þýska­landi.