Innlent

Tæp 80% fé­lags­manna Eflingar hlynnt verk­falli

Tæp áttatíu prósent félagsmanna Eflingar styðja verkföll samkvæmt könnun Gallup. Könnun leiðir í ljós mikla aukningu á fjárhagsáhyggjum.

Þá leiðir könnunin í ljós mikla aukningu á fjárhagsáhyggjum meðal félagsmanna. Fréttablaðið/Eyþór

Tæplega áttatíu prósent félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu eru hlynnt verkfalli til þess að knýja á um launakröfur verkalýðsfélaga. Viðræðum fjögurra stéttarfélaga, þar á meðal Eflingar, við Samtök atvinnulífsins(SA) var vísað til ríkissáttasemjara undir lok síðasta árs. Í nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi meðal félagsmanna Eflingar-stéttarfélags kemur í ljós afdráttarlaus stuðningur við kröfugerð félagsins í kjarasamningum, að því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Eflingu.

„Það er ekki síst erlendur hluti vinnuaflsins sem að fylkir sér bak við launakröfurnar en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur stuðningur við kröfur og verkfallsaðgerðir auk væntinga um launahækkanir í kjölfar kjarasamninga tilhneigingu til að vera meiri meðal félaga af erlendum uppruna,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá leiðir könnunin í ljós mikla aukningu á fjárhagsáhyggjum meðal félagsmanna frá launakönnun sem framkvæmd var í ágúst síðastliðnum. En þær aukast um 16% á milli mælinga úr 47% sem hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur í kjarakönnun í ágúst 2018 í 63% í janúar 2019. Þetta eru mestu fjárhagsáhyggjur sem hafa mælst í könnunum Eflingar frá hruni.

Spurningarnar voru lagðar fyrir fullvinnandi félagsmenn Eflingar með netkönnun á tímabilinu 19.-26. janúar. Haft var samband við 4758 félagsmenn og þar af svöruðu 1350. Niðurstöður voru vigtaðar út frá atvinnugrein og uppruna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing