Ekkert hefur spurst til sau­tján ára danskrar stúlku, Jenni­fer He­dega­ard Larsen, frá 3. ágúst síðast­liðnum. Lög­reglan á Mið- og Vestur-Sjá­landi hefur nú lýst eftir henni í dönskum fjöl­miðlum í þeirri von að ein­hver viti um dvalar­stað hennar.

Í frétt BT kemur fram að Jenni­fer hafi pakkað dótinu sínu ofan í tösku, skilið eftir bréf til fjöl­skyldu sinnar og yfir­gefið heimili sitt í Køge. Hún skildi einnig eftir sím­kortið sitt, eyddi prófílum sínum á sam­fé­lags­miðlum og tók út allt reiðu­fé sitt. Hvorki lög­reglu né að­stand­endum hefur tekist að ná sam­bandi við hana síðan.

Lög­regla telur að unga konan hafi látið sig hverfa af sjálfs­dáðum og telur ekki að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað. Vonast lög­regla til þess að upp­lýsingar frá al­menningi verði til þess að hún komi í leitirnar.