BL afhenti á dögunum Tækniþjónustu Icelandair (ITS) fjóra nýja rafknúna sendibíla af gerðinni Nissan ENV200 sem notaðir eru af starfsfólki ITS á Keflavíkurflugvelli. Fyrir á ITS fjóra sams konar bíla sem fyrrtækið fékk afhenta fyrir um ári síðan. Það var Hreinn Rafnar Magnússon, yfirmaður verkfæralagers og umsjónamaður línubíla ITS, sem tók við bílunum fyrir hönd ITS þegar Jóhann Berg Þorgeirsson, söluráðgjafi hjá fyrirtækjaþjónustu BL afhenti Hreini lyklana af bílunum. Kaupin tengjast í senn þeirri stefnu ITS í umhverfismálum að draga eins og kostur er úr útblæstri og orkusóun vegna starfsemi fyrirtækisins og ekki síður því markmiði að lækka rekstrarkostnað vegna eldsneytiskaupa.

Að sögn Hreins eru bílarnir notaðir allan sólarhringinn enda unnið á vöktum við þjónustu á flugflota Icelandair og annarra flugfélaga. Hver og einn bílanna hefur sitt stæði þar sem hægt er að stinga þeim í samband við hleðslustöð þar sem hægt er að fullhlaða þá á fjórum klukkustundum og gera þá tilbúna til notkunar hvenær sem er sólarhringsins. Hreinn kveðst ánægður með bílana enda hljóðlátir og þægilegir og er fyrirhugað að endurnýja fleiri bíla yfir í rafbíla á næstunni.