Scott Morri­son, for­sætis­ráð­herra Ástralíu, tæklaði ungan strák í fót­bolta­leik sem haldinn var á við­burði sem haldinn var í kosninga­bar­áttu Frjálslynda flokks Ástralíu. Hann lýsti sjálfum sér sem jarð­ýtu. The Guar­dian greinir frá þessu.

Morri­son tók þátt í fót­bolta­leik sem þar sem hann keppti við krakka. Í miðjum leiknum tæklaði hann einn krakkann og endaði á því detta ofan á hann.

Morri­son baðst af­sökunar og enduðu þeir á því að skiptast á „high five“ áður en þeir héldu á­fram að keppa.

Morri­son stóð þarna í miðri kosninga­bar­áttu en kosið var til þings í Ástralíu í dag.

Sjáðu myndbandið hérna: