Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra hefur fallist á til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um ýmsar til­slakanir en meðal annars er þar um að ræða til­slakanir fyrir líkams­ræktar­stöðvar sem taka gildi á mánu­daginn.

Líkams­ræktar­stöðvar fengu að opna dyr sínar á ný þann 13. janúar síðast­liðinn eftir að þær lokuðu í október en ströng skil­yrði voru þá sett við opnunina þar sem að­eins var leyfi­legt að halda skipu­lagða hóp­tíma sem fólk skráir sig í og búnings­klefar voru lokaðir

Að því er kemur fram í til­kynningu um málið mega heilsu- og líkams­ræktar­stöðvar nú opna búnings­klefa á ný og verður opnað fyrir æfingar í tækja­sal, svo lengi sem heildar­fjöldi í hverju rými fari ekki yfir 20 manns. Þá er það á­fram skil­yrði að fólk skrái sig fyrir­fram.

Leyfi­legur há­marks­fjöldi hesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfs­leyfi. Þá þarf að sótt­hreinsa alla snerti­fleti og öll tæki eftir notkun, sem og búnings­her­bergi, og tryggja að ein­staklingar fari ekki milli rýma.

Tilslakanirnar gilda til 3. mars næstkomandi.