Systurnar Za­hraa og Ya­sam­een Hussein fóru aftur í skólann í dag en áður en þeim var vísað úr landi í fjölda­brott­vísun í byrjun nóvember. Áður en þeim var vísað úr landi stunduðu þær nám í Fjöl­brauta­skólanum í Ár­múla.

Systurnar komu, á­samt fjöl­skyldu sinni, aftur til landsins um helgina eftir og komst héraðs­dómur að því í gær að brott­vísun þeirra og allrar fjöl­skyldunnar hafi ekki verið lögmæt en úrskurður kærunefndar útlendingamála var felldur úr gildi og taldi héraðsdómur að fjölskyldan bæri ekki sjálf ábyrgð á þeim töfum sem voru í þeirra máli. Verði niðurstöðu héraðsdóms ekki áfrýjar þarf því Útlendingastofnun að taka mál þeirra til efnismeðferðar.

Fjöl­skyldan er frá Írak en brott­flutningur þeirra vakti mikla at­hygli og reiði en bróðir þeirra, Hussein, er í hjóla­stól.

Spurðar hvernig það er að vera komnar aftur í skólann segja þær að gaman sé að vera komnar aftur til Ís­lands og skólann.

„Það er svo ó­vænt að vera komnar aftur og það er svo frá­bært.“

Systurna Ya­sam­een og Za­hraa Hussein í Ármúlanum í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Systurnar segjast spenntar fyrir því að geta tekið aftur þátt í skóla­starfinu á næstu önn og að fá þá að klára kúrsana sína.

Spurðar hvernig það var í Grikk­landi segjast þær ekkert geta sagt nema að það hafi verið slæmt.

„Þetta var mjög slæmt, ég get ekki sagt meir. Fyrir Hussein og fyrir okkur öll,“ segja þær og að fólk á Ís­landi hafi að­stoðað þau við að finna íbúð á meðan þau voru í Grikk­landi.

„Við viljum þakka öllum sem hjálpuðu okkur á meðan við vorum í Grikk­landi.“

Fjölskyldan saman í gær.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hér að neðan er hægt að sjá mynd­band af því þegar skóla­meistari skólans tók á móti systrunum í morgun. Kennslu er lokið á önninni og prófum en skóla­meistarinn tók á móti þeim í til­efni af endur­komu þeirra.