Systurnar Bryn­dís Christen­sen og Karen Christen­sen voru á ferð um Hlíðarnir að týna rusl þegar þegar þær ráku augun í tugi sprautu­nála undir greni­trjám í Eski­hlíð. Sprauta­nálarnar voru nánar til­tekið þar sem Eski­hlíð og Mjóu­hlíð mætast. Svo virðist sem ein­hver hafi sturtað nálunum úr gulu nála­boxi inn í runnan. Mynd­band af nálunum var birt inn á sam­eigin­lega Face­book síðu fyrir Hlíðar, Holt og Norður­mýri,

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir lík­legast að nálarnar komi úr Konu­koti sem er við Miklu­braut. At­vikið var ekki bókað hjá lög­reglunni að hans sögn en sam­kvæmt upp­lýsingum frá Face­book síðu íbúa hreinsaði starfs­maður á Miklu­braut nálarnar upp.

„Þetta er alveg skelfi­legt að sjá þetta,“ segir Ás­geir Þór eftir að hafa horft á mynbandið sem er aðgengilegt hér að neðan.

Þór­hildur Sæ­munds­dóttir starfs­maður í Konu­koti sem var ekki á vakt þegar at­vikið átti sér stað skrifar á síðu í­búanna að þetta sé afar leiðin­legt at­vik. „Í ljósi að­stæðna erum við fá­liðaðar Í Konu­koti og því miður bara tvær starfs­konur á vaktinni þegar hringt var og því erfitt fyrir við­komandi starfs­konur að stökkva út, en það má rekja til verk­lags­reglna í húsi til að tryggja vel­ferð allra. Gott er að hafa í huga að eins og í öðrum sam­bæri­legum stéttum er mikið álag á starfs­konum og strangar verk­lags­reglur sem starfs­konur og sjálf­boða­liðar þurfa að fylgja. En við erum að reyna að gera okkar allra besta,“ skrifar Þór­hildur. Hún segir jafn­framt að starfs­mönnum Konu­kots þykir vænt um að vera í góðum sam­skiptum við í­búanna í hverfinni og ef þær hefðu tök á því hefðu þær að sjálf­sögðu farið út og týnt upp nálarnar.