Hrafn­hildur Hanna er alveg að verða tíu ára og Snorri Karel alveg að verða tólf. Þau verða samt komin í ný heim­kynni þegar af­mælin bresta á en ætla að halda upp á þau með vinum sínum hér á landi á næstu dögum.

Hvert eru þið svo að fara og hvernig leggst það í ykkur?

Snorri: Við erum að flytja til Sviss, því pabbi er að vinna þar sem flug­virki. Hann er búinn að vera þar í tvo mánuði og nú er öll fjöl­skyldan að flytja, mamma og við Hanna og litla systir okkar Auður Eva Frið­jóns­dóttir. Það verður bara fínt.

Hanna: Þetta verður náttúr­lega rosa­leg breyting og ég sveif last dá­lítið í skoðunum þegar ég hugsa um hana, bæði hlakka til og kvíði fyrir. Við stefnum á að búa þarna í tvö ár og sjá svo til. Vonandi verður allt í lagi.

Hvaða tungu­mál er talað þar sem þið verðið?

Hanna: Við verðum í þýska hlutanum og þar er töluð sviss­nesk-­þýska en svo lærum við frönsku í skólanum. Það hjálpar örugg­lega að við kunnum svo­lítið mikið í ensku.

Hafið þið átt heima í út­löndum áður?

Snorri: Nei, en við höfum farið til út­landa, mest til Spánar og þar í kring og ég hef líka farið til Sví­þjóðar að taka þátt í hjól­reiða­keppni.

Eru hjól­reiðar á­huga­mál hjá þér?

Snorri: Já, mjög mikið og ég veit að í Sviss eru mjög góðar en krefjandi hjól­reiða­brautir, því borgin okkar er á milli brattra hlíða. Það er bara frá­bært því ég stefni á að verða at­vinnu­maður í hjól­reiðum.

Hanna: Ég hef verið að æfa klifur og það eru góð klifur­svæði í Sviss.

En hvað langar þig að verða þegar þú verður full­orðin?

Söng­kona og snyrti­fræðingur. Mamma segir að ég verði stjórn­mála­maður eða for­seti, en ég held mig við hitt.

Fréttablaðið/Ernir