Dísa Egilsdóttir, systir Freyju Egilsdóttur, segir í viðtali við danska miðilinn DR að Freyja hafi aldrei verið hrædd við Fleming, eiginmann sinn. Freyja var myrt af Fleming með hrottalegum hætti þann 29. janúar í fyrra. Fjallað var ítarlega um málið í fjölmiðlum en Fleming viðukenndi 11 mánuðum eftir morðið að hafa kyrkt hana og svo skipt líkama hennar í hluta. Hann var dæmdur til lífstíðarfangelsis.
Þetta var ekki fyrsta morðið sem hann framdi því 25 árum áður hafði hann myrt fyrrverandi kærustuna sína.
Dísa segir í viðtali við DR að enn eigi hún erfitt með að skilja hvað gerðist. Hún segir að samband þeirra Freyju og Fleming hafi byrjað vel, þau hafi verið ástfangin, flutt fljótt inn saman og svo eignast börn. Hún viðurkennir þó að andrúmsloftið í húsinu hafi að nokkru leyti verið skilgreint af skapi Fleming en að þau hafi talið að þar kæmi munurinn á Íslendingi og Dana inn.
„Hver leyfði honum að gera þetta? Ég held að hann hafi litið á Freyju sem eign. Hann átti hana,“ segir Dísa í viðtalinu.
Eftir tuttugu ára samband hættu þau saman og fer Dísa í viðtalinu líka yfir það af hverju Freyja vildi ekki lengur vera með honum. Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en eftir sex árum eftir að Fleming kynntist Freyju sem fjölskyldan vissi af fyrra morðinu og segir að það hafi valdið allri fjölskyldunni miklum óhug.
Tilefni viðtalsins er þáttur sem sýndur var á sjónvarpsstöð DR í gær. Þátturinn er „Hættulegur maður Freyju“ og fjallar um þetta mál og morðið á Freyju.