Hval­ur sem sást í Fax­a­fló­a 19. júní síðastliðinn hafð­i ein­ung­is þrem­ur mán­uð­um fyrr ver­ið mynd­að­ur við Græn­höfð­a­eyj­ar und­an vest­ur­strönd Afrík­u. Hann hafði því ferðast um 5400 kílómetra. Frá þess­u er greint á vef Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar þar sem hvalurinn er sagður hafa verið á faraldsfæti.

Það var í siglingu hval­a­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Spec­i­al To­urs, sem hvalurinn sást hér við land í júní.

Sporð­ur hnúf­u­baks­ins í Fax­a­fló­a (t.v) og við Græn­höfð­a­eyj­ar (t.h).
Mynd/Hafrannsóknarstofnun

Á vef Hafrannsóknarstofnunnar segir að þakk­a megi þess­ar upp­lýs­ing­ar al­þjóð­leg­u sam­starf­i við Græn­höfð­a­eyj­ar, sem sam­tök­ing BIOS.cv og Fred­er­ick Wenz­el hafa um­sjón með. „Al­þjóð­legt sam­starf er nauð­syn­legt þeg­ar kem­ur að því að meta far dýra eins og hnúf­u­baks sem ferð­ast lang­ar veg­a­lengd­ir,“ seg­ir á vef Haf­ró.

Hnúf­u­bak­ar eru víð­för­ul dýr. Þeir eyða sumr­um sín­um yf­ir­leitt á fæð­u­slóð­um í norðr­i, til að mynd­a við Ís­lands­strend­ur eða Nor­eg. Yfir vetr­ar­mán­uð­in­a hald­a þeir sig á heit­ar­i slóð­um, frá Kar­a­bí­a­haf­i til áð­ur­nefndr­a Græn­höfð­a­eyj­a.