Um­­­boðs­­maður Al­þingis mælist til þess að beiðni Lands­­sam­bands æsku­­lýðs­­fé­laga um að breyta heiti sínu í Lands­­sam­band ung­­menna­­fé­laga verði tekin upp að nýju ef eftir því verði leitað.

At­vinnu­vega- og ný­­sköpunar­ráðu­neytið stað­­festi á­­kvörðun fyrir­­­tækja­­skrár ríkis­skatt­­stjóra að synja sam­bandinu um þessa breytingu.

Í úr­­­skurði ráðu­neytisins var byggt á því að breytingin gæti valdið hættu á ruglingi við Ung­­menna­­fé­lag Ís­lands. Því síðar­­nefnda væri falið til­­­tekið hlut­­verk með í­­þrótta­lögum og gert ráð fyrir að það væri lands­­sam­band ung­­menna­­fé­laga í landinu. Um­­­boðs­­maður benti á að skrá mætti heiti í firma­­skrá sem þegar væri skráð svo fremi að það væri glögg­­lega greint frá þegar skráðu heiti með við­auka eða öðrum hætti.

„Við skráningu firma­heitis bæri fyrst og fremst að líta til heitanna sjálfra og meta líkindi þeirra út frá heitunum sem slíkum. Nöfnin tvö væru ekki þau sömu og ekki yrði séð að þau væru, ein og sér, þess eðlis að ekki væri hægt að greina þau glöggt hvort frá öðru. Úr­­­skurður at­vinnu­vega- og ný­­sköpunar­ráðu­neytisins hefði ekki verið í sam­ræmi við lög,“ segir í á­liti um­boðs­manns.

Þá fann um­­­boðs­­maður einnig að því að í úr­­­skurðinum hefði verið vísað í fjölda laga­á­­kvæða og sjónar­mið reifuð án þess að ætíð væri fylli­­lega skýrt hvaða þýðingu þau hefðu fyrir niður­­­stöðu málsins.

Því hefði verið erfið­­leikum bundið fyrir aðila málsins að átta sig á efnis­­legum for­­sendum niður­­­stöðu ráðu­neytisins og meta réttar­­stöðu sína með hlið­­sjón af því. Rök­stuðningurinn hefði því ekki upp­­­fyllt kröfur stjórn­­sýslu­laga.