Utan­ríkis­ráðu­neytið synjaði um­sókn um vopna­flutning til Sam­einuðu arabísku fursta­dæmanna með ís­lenskum loft­förum á grund­velli mann­úðar­sjónar­miða. Þetta kemur fram í svari utan­ríkis­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Andrésar Inga Jóns­sonar, þing­manns Pírata, sem birt var í þing­skjölum Al­þingis í dag.

Andrés Ingi sendi einnig inn fyrir­spurn um hversu margar um­sóknir um flutning her­gagna með ís­lenskum loft­förum til Sádi-Arabíu hafi verið af­greiddar frá því að á­byrgð á leyfis­veitingum færðist til utan­ríkis­ráðu­neytisins. Fram kemur í svari ráðu­neytisins að engin slík um­sókn hafi borist.

Þá spurði þing­maður Pírata einnig hvort ráðu­neytið hefði „full­vissu fyrir því að her­gögn sem falla undir framan­greindar leyfis­veitingar hafi ekki ratað í hendur stríðandi aðila í Jemen?“

Í svari ráðu­neytisins kom fram að engin leyfi hafi verið veitt sem falla undir þær leyfis­veitingar. Þá kemur einnig fram að ein og hálf klukku­stund hafi farið í að taka svörin saman.