Synir Britney Spears, Sean Preston, 13 ára, og Jayden James, 12 ára, hafa fengið nálgunarbann gagnvart afa sínum, Jamie Spears, föður Britney. Fyrrverandi eiginmaður Britney, Kevin Federline, lagði fram lögregluskýrslu þar sem hann fullyrti að Jamie Spears hafi misnotað Preston.

Þann 24. ágúst á Jamie að hafa veist að hinum þréttán ára gamla Preston þegar hann var í heimsókn hjá móður sinni. Jamie og drengurinn áttu háværu í rifrildi sem endaði með að Preston hljóp inn í herbergið sitt og læsti að sér. Hræddur við viðbrögð afa síns.

Nálgunarbann tekið gildi

Samkvæmt heimildum Blast hefur Federline krafist þess að synir hans verði verndaðir gegn hinum 67 ára gamla Jamie héðan í frá. Nálgunarbann tók síðan gildi í síðustu viku og má afinn ekki lengur koma nálægt drengjunum.

Forræðisdeila Britney og Federline stendur enn yfir en Federline sækist eftir nánast fullu forræða þar sem hann mun vera með drengina níutíu prósent af tímanum. Britney er sögð hafa samþykkt öll skilyrði sem Federline hefur sett.

Má ekki koma ein í heimsókn

Þá má Britney aðeins heimsækja syni sína í fylgd með fullorðnum einstaklingi sem hefur hlotið samþykki dómstóla. Hún má heldur ekki vera með strákana yfir nótt að því er fram kemur í Blast sem hefur dómsskjölin undir höndunum.