Nýsjálensk íþróttavöruverslun, sem selur íþróttavörur undir japanska merkinu Asics, sýndi klámmyndbönd á stórum skjá fyrir utan verslun sína á fjölfarinni götu í borginni Auckland um helgina. Klámmyndböndin spiluðu í níu tíma samfleytt, frá klukkan 1 til 10, eða þar til starfsmenn verslunarinnar mættu til vinnu morguninn eftir til að slökkva á því.

„Sumum blöskraði, en aðrir stöldruðu við og horfðu á,“ sagði Dwayne Hinango öryggisvörður í samtali við AFP.

Margir gengu fram hjá versluninni á leið í vinnu um morguninn og þurftu foreldrar í verslunarleiðöngrum að hlífa augum barna sinna. Starfsmenn verslunarinnar vissu ekki af myndböndunum og voru orðlausir þegar þeir mættu til vinnu.

Forsvarsmenn verslunarinnar hefur beðist afsökunar á atvikinu og kenna hökkurum um athæfið.

„Óþekktur aðili fékk aðgang að skjáunum fyrir ofan miðbæjarverslun okkar í Auckland, og birti hneykslanlegt efni. Við viljum biðja alla þá sem sáu myndböndin afsökunar. Við vinnum að því að uppfæra hugbúnaðinn með þjónustuaðila okkar til þess að tryggja að slíkt komi ekki fyrir aftur,“ skrifaði Asics í Nýja-Sjálandi á Facebook.

This morning an unknown person gained access to the screens above our Central Auckland store and some objectionable...

Posted by ASICS New Zealand on Saturday, September 28, 2019