„Það er já­kvætt að það séu komnir nýir val­kostir til skoðunar en grát­legt að það sé að gerast núna, þremur dögum fyrir skóla­setningu,“ segir Agnar Freyr Helga­son, full­trúi í skóla­ráði Foss­vogs­skóla.

For­eldrum barna í 2. til 4. bekk Foss­vogs­skóla stendur til boða að velja á milli þriggja val­kosta fyrir til­högun skóla­starfsins fyrstu vikur skóla­ársins. Eins og greint hefur verið frá ríkti mikil ó­á­nægja með þá á­kvörðun að koma nem­endum fyrir í kjallara og and­dyri í­þrótta­húss Víkings þar til færan­legar skóla­stofur koma til landsins.

Á fundi sem haldinn var í gær lögðu for­eldrar fram kröfu um að borgin fyndi aðra val­kosti og varð borgin við þeirri á­skorun með því að gera for­eldrum kleift að kjósa á milli þriggja eftir­farandi val­kosta:

  1. Fyrsti kostur er að halda sig við stað­­setninguna í Foss­vogs­dalnum með því að 1. bekkur stundi nám í Út­landi, húsi Frí­­stundar á skóla­lóð Foss­vogs­­skóla, en kennsla fyrir 2.-4. bekk verði á jarð­hæð í Víkings­heimilinu.
  2. Annar kostur er að 1. bekkur verði í Út­landi, 2. bekkur í Ber­­serkja­­salnum á jarð­hæð Víkings­heimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpu­­skóla.
  3. Þriðji kosturinn er að 1. bekkur verði í Út­landi, en að skóla­­starfið í 2.-4. bekk fari fram í nýju hús­­næði Hjálp­ræðis­hersins við Suður­lands­braut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Foss­vogs­­skóla.“

Skárri valkostir

Agnar vill taka fram að í­þrótta­húss Víkinga sé fínt og gott til síns brúks en það henti ekki sem skóla­hús­næði. „Að því leytinu til eru þessir val­kostir sem nú eru á borðinu skárri. Ég per­sónu­lega hef ekki farið í hús­næði Hjálp­ræðis­hersins en mér skilst á þeim sem hafa farið þangað að þar sé mjög góð að­staða. Mögu­lega er það góður kostur,“ segir Agnar sem gagn­rýnir nokkuð að­ferða­fræði borgarinnar og segir hana ekki góða.

„Það er verið að setja fram skoðana­könnun með engum fyrir­vara um val­kosti sem hafa ekki verið kynntir,“ segir hann og nefnir sér­stak­lega kostinn þar sem hús­næði Hjálp­ræðis­hersins er boðið. Flestir for­eldrar hafi heyrt af honum fyrst í dag og engin kynning á um­ræddum val­kostum átt sér stað. For­eldrar eigi því erfitt með að meta kosti þeirra og galla.

„Þessi könnun virðist því fyrst og fremst vera ein­hvers konar sýndar­leikur sem snýst um það að firra borgina á­byrgð af þessari á­kvarðana­töku og velta henni yfir á for­eldra,“ segir hann og bætir við að sé mikil­vægt að for­eldrar hafi þekkingu á þeim kostum sem eru í boði. Það sé í for­senda þess að hægt sé að taka upp­lýsta á­kvörðun.

Húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut er talið henta ágætlega fyrir starfsemina.

Vongóður um að málið leysist

Skúli Helga­son, for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­víkur­borgar, segir að val­kosturinn um hús­næði Hjálp­ræðis­hersins hafi verið skoðaður af al­vöru eftir sam­töl við for­eldra.

„Hann kemur til ekki síst út af á­bendingum for­eldra á fundi í skóla­ráði. Þar var um­ræða um mögu­leikana í stöðunni og það var á­kveðið að skoða hann til þrautar,“ segir hann en skóla­stjórn­endur og full­trúar frá skóla- og frí­stunda­sviði fóru og skoðuðu hús­næðið í dag.

Skúli segir að um sé að ræða nýtt hús­næði með úti­svæði þar sem nem­endur geta farið í leik­tæki og spilað körfu­bolta og fót­bolta.

Að­spurður hefur Skúli trú á að þetta milli­bils­á­stand leysist með niður­stöðum fyrr­nefndrar könnunar þar til færan­legar kennslu­stofur komast í gagnið eftir þrjár til fjórar vikur. For­eldrar, kennarar og starfs­fólk sem vinnur með við­komandi ár­göngum hafa tíma til há­degis á morgun að svara könnuninni og segir Skúli að unnið verði hratt úr niður­stöðunum.

„Ég á von á því að niður­staða liggi fyrir um miðjan dag á morgun.“