Ferða­­menn sem koma til landsins eftir 15. júní munu að öllum líkindum greiða sjálfir fyrir sýna­töku og skimun fyrir CO­VID-19 við komu til landsins. Til­­kynnt verður á næstu dögum hvað sýna­takan eigi að kosta far­þega. Talið er að hvert sýni kosti meira en hver ferða­maður skilar að meðal­tali í ríkis­sjóð og því myndi það ekki borga sig ef ríkið stæði straum af kostnaðinum.

Greinar­gerð um efna­hags­leg sjónar­mið við losun ferða­tak­markana var rædd á ríkis­stjórnar­fundi í morgun. Hún var unnin að beiðni for­sætis­ráðu­neytisins af efna­hags­skrif­stofu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins og ráð­gjafa for­sætis­ráð­herrans. Við gerð hennar var meðal annars leitað til sótt­varnar­læknis, yfir­læknis smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítala og Sam­taka ferða­þjónustunnar.

Það er mat þeirra sem unnu greinar­gerðina að ferða­menn ættu að greiða kostnaðinn af skimun sjálfir. Bráða­birgða­mat bendir til þess að kostnaður við sýna­töku á Kefla­víkur­flug­velli verði um 160 milljónir króna fyrstu tvær vikurnar ef 500 manns koma til landsins á dag.


Ó­víst var hvort ríkið ætlaði að standa straum af kostnaðinum við sýna­töku eða hvort ferða­menn ættu að greiða kostnaðinn sjálfir. For­sætis­ráð­herra hafði áður viðrað mögu­leikann á því að ríkið greiddi fyrir að­gerðina fyrst um sinn til að koma henni af stað en síðar færðist kostnaðurinn yfir á ferða­menn.


Ekki er úti­lokað að sú leið verði farin eða þá að ferða­menn greiði að­eins hluta kostnaðarins. Í til­kynningu frá for­sætis­ráðu­neytinu segir að­eins að til­kynnt verði um hvað sýna­takan muni kosta far­þega á næstu dögum.

Stuðlar að komu efnameiri ferðamanna


Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið um miðjan síðasta mánuð að mikil­vægt væri að kostnaður við sýna­tökuna mætti ekki fæla ferða­menn frá. „Það verður að horfa til þess hvað fólk er að borga fyrir flug­miðann og hvar er lík­­legt að ein­hver kostnaðar­­mörk fyrir þau liggi. Þau eru tölu­vert fyrir neðan 50 þúsund krónurnar, ég get að minnsta kosti sagt þér það,“ sagði hann en miðað er við að hvert sýni geti kostað um 50 þúsund krónur ef að­eins verða tekin um 100 sýni á dag. Kostnaður við hvert sýni minnkar þannig eftir því sem fleiri eru greind í einu.


Í greinar­gerðinni sem rædd var á ríkis­stjórnar­fundi í morgun segir að beinar skatt­tekjur ríkis­sjóðs af hverjum ferða­manni séu um 20 til 25 þúsund krónur, nokkru lægri en upp­hæðin sem skimun virðist kosta. Ef 500 sýni væru tekin á dag er miðað við að hvert þeirra kosti um 22.500 krónur.


Því segir að hag­fræði­lega rétt sé að kostnaður við sýna­töku sé greiddur af far­þegum. Einnig er tekið fram að að öðrum kosti gætu myndast hvatar fyrir ferða­lög til landsins til þess eins að fá próf sem virðast af skornum skammti víða er­lendis. Einnig er talið að með því að láta ferða­menn greiða fyrir prófið megi stuðla að því að þeir sem komi til Ís­lands verði efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji lengur.