Ís­lensk erfða­greining stað­festi í dag að sýna­tökupinnar frá ís­lenska stoð­tækja­fram­leiðandanum Össuri virki ekki sem skildi við sýna­töku á CO­VID-19 kóróna­veirunni. Pinnarnir höfðu verið í prófun hjá Ís­lenskri erfða­greiningu síðustu daga og vonast var eftir að hægt væri að taka þá í notkun sem fyrst.

„Rétt er að taka fram að pinnarnir sem eru í notkun eru ekki þessir pinnar heldur aðrir sýnatökupinnar sem eru til takmarkaðar birgðir af. Þetta eru vonbrigði en vonir eru bundnar við sendingar frá Kína sem eru væntanlegar næstu daga,“ segir Þóra Kristín Ás­geirs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Íslenskrar Erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið.

20 þúsund pinnar í húfi

Þóra Kristín Ás­geirs­dóttir benti á að ekki væri ljóst hvert fram­haldið yrði þar sem einungis væri um að ræða niður­stöður fyrstu gæða­prófanna. Fari svo að sýna­tökupinnarnir verði teknir í gagnir verður hægt að nýta um 20 þúsund pinna frá Össuri.

Pinnarnir eru ekki framleiddir af Össuri heldur rekstararvara sem var til að lager og er notuð við samsetningu í framleiðsludeild. Fyrirtækið bauðst til að láta hana í té í þessum tilgangi ef það væri hægt að nota hana.

Heims­skortur á sýna­tökupinnum

Lítið hefur verið um sýna­tökur í Turninum í Kópa­vofu síðustu daga vegna yfir­vofandi sýna­tökupinna­skorts. Heims­skortur er nú á slíkum pinnum og ó­víst hve­nær næsta sending berst

Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varna­læknir, sagði á blaða­manna­fundi Al­manna­varna á sunnu­daginn að alveg ó­­víst hve­­nær fleiri pinnar myndu berast til landsins. Að­eins tvö þúsund pinnar eru nú eftir á Land­spítalanum.

Yfir­­völd hér á landi vinna nú hörðum höndum við að tryggja sér pinna til sýna­töku. Komi til þess að fari að bera á skorti á pinnum á Ís­landi verður gripið til ráð­­stafana til að koma í veg fyrir að pinnarnir klárist og sýna­­taka verður skert.