Lands­réttur stað­festi í dag sýknu Héraðs­dóms Suður­lands á manni sem á­kærður var fyrir að hafa beitt konu kyn­ferðis­legu of­beldi með því að beita hana til­greindu of­beldi og ó­lög­mætri nauðung í febrúar árið 2017. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi á­vallt neitað sök og full­yrt að hann hafi haft sam­farir við konuna með hennar sam­þykki. Fram­burður hans er sagður hafa verið stað­fastur og er metinn trú­verðugur.

Þá er tekið fram að það sama gildi um fram­burð konunnar. Hún hafi á­vallt neitað því að hennar sam­þykki hafi verið til staðar.

Fram kemur í niður­stöðu dómsins að manninum og konunni beri saman um máls­at­vik þar til brotin eiga að hafa átt sér stað. Vegna þess að engin vitni hafi verið að sam­skiptum þeirra og því sé það „orð gegn orði“ um hvernig at­vikum var háttað.

Ekki var talið að hafið væri yfir skyn­sam­legan vafa að hann hefði ekki gerst sekur um að nauðga konunni og því var hann ekki fundinn sekur og stað­fest niður­staða héraðs­dóms.

Dómur Landsréttar er aðgengilegur hér.