Aukning hefur orðið á greiningu á inflúensu og öðrum öndunarfæraveirum, eins og Covid-19. Þá hefur innlögnum vegna alvarlegra veikinda í kjölfar sýkinga einnig fjölgað.

Bent er á að hægt er að forðast alvarleg veikindi með bólusetningu og segir sóttvarnalæknir að sérstaklega sé mikilvægt fyrir áhættuhópa að hafa slíkt í huga. Þá er bent á að verri bólusetningarþátttaka hafi verið meðal fólks á aldrinum 60 til 69 ára en þeirra sem eldri eru.

41 einstaklingur greindist með inflúensu í síðustu viku en samtals 199 greindust með Covid-19.