Milljónir manns í Afríkuríkjum sunnan Sahara munu láta lífið af völdum sjúkdóma á borð við berkla, HIV og malaríu vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins á hefðbundna meðferð við sjúkdómunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunnarinnar, WHO. Í skýrslunni segir að COVID-19 hafi áhrif á daglegt líf allstaðar í heiminum, faraldurinn er þó líklegur til að koma verr á fátækari ríkjum þar sem innviðirnir eru veikari fyrir slíkum faraldri og þurrka út árangur síðustu áratuga í uppbyggingu fátækari ríkja.

Þar sem allar rannsóknastofur heimsins leggi þessa dagana allt púður í að finna mótefni við COVID-19 faraldrinum þá minnkar áherslan á því að finna lyf við öðrum alvarlegum sjúkdómum. Hætt er við að gamlar veirur fara að birtast á ný. Í vikunni steig heilbrigðisráðherra Kenýa fram og tilkynnti að birgðir landsins af Cotrimoxazole væru búnar. Fréttamiðlar í Kenýa höfðu greint frá því að lyfið hefði ekki verið til staðar í sjö mánuði, ekki frekar en Zidovudine og Ritonavir sem notuð eru gegn HIV sjúkdómnum.

Áætlar WHO að allt að 534 þúsund gætu látið lífið af völdum HIV, 525 þúsund af völdum berkla og 382 þúsund af malaríu vegna skorts á nauðsynlegrar meðferðar. Inn í þeim tölum eru ekki þeir sem munu láta lífið af völdum næringaskorts eða skorts á heilbrigðisþjónustu. Getur það leitt til dauða hundruð þúsunda af völdum annarra sjúkdóma líkt og hjartasjúkdóma, krabbameins eða sykursýki.

Í skýrslunni er vakin athygli á að faraldurinn kosti hundruði milljóna störf sín og líklegt að annar eins fjöldi upplifi fátækt á næstu árum. Í þeim hópi séu fátækustu stéttir hvers lands í mestu hættu á að verða fyrir félags- og efnahagslegum skaða. Verg þjóðarframleiðsla allra landi hafi lækkað og von sé á kreppu á heimsvísu.

Áhrif COVID-19 á skólastarf geri það að verkum að sífellt fleiri séu að hætta í skóla og það komi helst niður á ungum stúlkum sem séu í einhverjum tilfellum hnepptar í giftingu.

Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.