Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu verður með hefð­bundið eftir­lit um verslunar­manna­helgina eins og jafnan áður. Á­herslan í sumar hefur m.a. verið á eftir­lit með hrað­akstri, notkun far­síma við akstur án hand­frjáls búnaðar, ferða­vögnum/eftir­vögnum og hættu­legum fram­úr­akstri. Þetta kemur fram á

„Það er á­nægju­legt að sjaldnast hefur verið á­stæða fyrir lög­reglu til að kæra fyrir van­búnað eftir­vagna/ferða­vagna, en í nokkrum til­vikum hefur öku­mönnum verið bent á at­riði sem þeir þurfa að laga, t.d. að fram­lengja hliðar­spegla þegar öku­tæki draga breiða eftir­vagna. Því miður eru líka alltaf ein­hverjir sem leyfa sér að virða ekki reglur um há­marks­hraða, auk þess að nota far­síma án hand­frjáls búnaðar við akstur en ekki þarf að fjöl­yrða um þá hættu sem það skapar í um­ferðinni,“ segir í til­kynningu lög­reglunnar.

„Flestar að­finnslur gátu öku­menn lagað á vett­vangi eða á­bendingarnar fóru með ferða­löngunum sem gott vega­nesti. Í flestum til­vikum virðast ferða­langar því huga vel að á­standi ferða­vagna/öku­tækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Ekki má heldur gleyma mikil­vægi þess að þeir sem eru með ferða­vagna/eftir­vagna í eftir­dragi virði reglur um há­marks­hraða, en þeir geta nú ekið á allt að 90 km hraða þar sem slíkt er leyfi­legt á þjóð­vegi, en þá er miðað við bestu að­stæður og nauð­syn­legt að hafa það í huga.“

Lögreglan biður ferðalanga með eftirvagna að fara vel yfir öll öryggisatriði fyrir brottför.

Lög­reglan minnir fólk á að veður­spáin fyrir þessa verslunar­manna­helgi er annars mis­góð (eða mis­slæm!) eftir lands­hlutum, en ferða­langar eru hvattir til að kynna sér veður­spár í þaula áður en lagt er af stað.

„Auk aksturs á lög­legum hraða er líka nauð­syn­legt að öku­menn og far­þegar spenni á­vallt beltin, yngri börnin séu í þar til gerðum barna­bíl­stólum, og að sjálf­sögðu eiga allir öku­menn að vera alls­gáðir. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hvetur alla veg­far­endur til þess að sýna þolin­mæði, sem er ó­missandi í um­ferðinni, og gæta skal sér­stakrar var­úðar við fram­úr­akstur. Með ósk um vel­farnað í um­ferðinni.“

„Jafn­framt þessu verður haldið úti eftir­liti í hverfum í um­dæminu og því vill lög­reglan í­treka að fólk láti vita um grun­sam­legar manna­ferðir (taki ljós­myndir ef slíkt er mögu­legt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bíl­númer eða jafn­vel lýsingar á fólki, ef eitt­hvað ó­venju­legt á sér stað í nánasta um­hverfi þess. Inn­brots­þjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafn­vel dyra­bjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir ein­hverjum, og því er mikil­vægt að hafa þessi at­riði í huga.“

Lögreglan mun fylgjast með grunsamlegum mannaferðum um helgina.

Lög­reglan segir jafn­framt að það er betra að hringja einu sinni of oft í lög­regluna með upp­lýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lög­reglan vill enn­fremur minna á mikil­vægi þess að fólk gangi tryggi­lega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum, þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að til­kynna ná­grönnum um slíkt, en ná­granna­varsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upp­lýsa inn­brot eða koma í veg fyrir þau.

„Sér­stak­lega er minnt á að úti­ljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir baka­til við hús eða að framan­verðu. Slíkt ein­faldar ná­grönnum að sjá um­ferð/manna­ferðir við húsin. Sömu­leiðis er mikil­vægt að fólk upp­lýsi ekki um fjar­veru sína fyrir allra augum þegar farið er í frí, t.d. með til­kynningu á sam­fé­lags­miðlum. Lög­reglan verður með hefð­bundið eftir­lit um verslunar­manna­helgina, en á­hersla verður lögð á að fylgjast með í­búðar­hús­næði eins og kostur er.“