Tillaga EFLU vann hönnunarsamkeppnina um nýja brú yfir Fossvog en sigurtillagan bar nafn Öldu og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd.

Brúin verður hönnuð yfir gangandi og hjólandi umferð ásamt Borgarlínunni frá Reykjavíkurflugvelli yfir á Kársnesið í Kópavogi.

Alls bárust fimmtán tillögur í fyrsta þrepi hönnunarsamkeppninnar en þrjár tillögur sem hlutu flest skref komust áfram á næsta stig.

Kemur fram á vef Borgarlínunnar að tillögurnar hafi verið missterkar í þeim matsþáttum sem dæmt var eftir en Alda hafifékk góða einkunn í öllum flokkum.

Ný brú mun skapa góðar tengingar fyrir vegfarendur milli Reykjavíkur og Kópavogs og ný tækifæri í upplifun við Fossvog.

Í umsögn dómaranefndar kemur fram að brúin falli áreynslulaust að umhverfinu og að mjúk bylgjulögun brúarinnar sé skírskotun í öldur hafsins.

Um leið takist vel að tryggja öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla.