„Við þekkjum það mjög vel að svona mynd­birtingar hvetja til á­líka hegðunar. Við þurfum ekki annað en að rifja upp Justin Bieber á flug­vélar­flaki á Sól­heima­sandi eða við Fjaðrár­gljúfur og allar myndirnar sem birtust í kjöl­farið á því,“ sagði Jónas Guð­munds­son, verk­efna­stjóri slysa­varna hjá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg, í Reykja­vík síð­degis á Bylgjunni í dag.

Jónas var þar meðal annars spurður út í mynd­band sem á­hrifa­valdurinn Helgi Jean Cla­es­sen birti á Insta­gram-síðu sinni í gær, en á því mátti sjá hann á upp­blásnum ein­hyrningi í Stuð­la­gili, einum vin­sælasta ferða­manna­stað landsins í sumar. Smart­land fjallaði um ferða­lag Helga í dag.

Jónas segir að honum lítist ekki á blikuna og varar hann fólk við að leika þetta eftir.

„Þessi á­gæti maður sem var á þessum kút segir að öryggis hafi verið gætt, en þetta er ekki bað­staður og þetta er ekki sund­staður og þarna eru miklir straumar. Hluta ársins er þetta nú kol­mó­rauð jökuls­á,“ sagði Jónas sem sagði það langt því frá hættu­laust að fara út í gilið.

„Þetta er hættu­legt“

Snorri Zóp­hónías­son jarð­fræðingur varaði við því í færslu á Face­book-síðu sinni um helgina að fólk leggist til sunds í Stuð­la­gili eins og nokkur dæmi eru um í sumar.

„Þetta er hættu­legt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sak­leysis­legan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast bana­slyss sem varð í Bleiks­ár­gljúfri í Fljóts­hlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með út­fallinu. Fæst fólk er læst á straum­lag í ám,“ sagði Snorri.

Áhrifavaldar gæti sín

Jónas sagði í Reykja­vík síð­degis að það væri ekkert at­huga­vert við að fólk vilji jafn­vel komast í beina snertingu við náttúruna. Lykil­at­riðið sé þó að öryggið sé sett á oddinn. „Það er ekkert að því að synda í vötnum eða sjó hafi menn þekkingu og reynslu og á stöðum þar sem það er hægt. En þetta er kannski ekki staðurinn til þess.“

Að­spurður hvort á­hrifa­valdar þyrftu sér­stak­lega að gæta sín sagði Jónas að það væri engin spurning.

„Þetta er mjög góður punktur,“ sagði hann og í­trekaði fyrr orð um auknar vin­sældir þeirra staða sem Justin Bieber birti myndir af. Svipað hafi verið uppi á teningnum hjá vin­sælli Bollywood-stjörnu sem heim­sótti landið ekki alls fyrir löngu. „Þannig að það er engin spurning að á­byrgð þessara aðila er meiri, enda segir orðið á­hrifa­valdur allt sem segja þarf um það.“