Land­spítalinn birti í dag á Face­book fjölda ljós­mynda sem teknar voru af Þor­keli Þor­kels­syni ljós­myndara á smit­sjúk­dóma­deild A7 í Foss­vogi.

„A7 er í augna­blikinu ein­göngu ætluð CO­VID-19-smituðum eins og fleiri deildir spítalans. Megin­við­fangs­efni A7 eru annars al­menn lyf­læknis­fræði­leg vanda­mál, greining, með­ferð og hjúkrun sjúk­linga með sýkingar og smit­sjúk­dóma.

Flestir sjúk­lingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráða­deild, bráða­lyf­lækninga­deild eða gjör­gæslu­deild, en auk þess er tekið á móti sjúk­lingum með öll al­menn lyf­læknis­fræði­leg vanda­mál,“ segir meðal annars á Face­book síðunni.

„Á deildinni eru sér­út­búnar ein­angrunar­stofur ætlaðar sjúk­lingum sem þurfa ein­angrun vegna smit­sjúk­dóma eða skerts ó­næmis­kerfis. Starfs­menn eru um 50 talsins. Deildar­stjóri er Stefanía Arnar­dóttir og yfir­læknir er Már Kristjáns­son. Þess má geta að á­samt Kela á spegla­myndinni góðu er Ás­valdur Kristjáns­son kvik­mynda­gerðar­maður hjá spítalanum.“

Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook
Þorkell Þorkelsson/Facebook