Sví­þjóð mun veita Úkraínu aukna efna­hags­að­stoð og her­búnað, þar á meðal flug­skeyti, riffla og skrið­dreka­vopn. Þetta segja sænsku ráð­herrarnir Mikael Dam­berg og Peter Hultqvist.

Í til­lögunni sem var lögð fram fyrir sænska þingið kemur fram að út­hlutað fé til Úkraínu muni aukast um 102 milljónir dollara árið 2022.

„Í sam­stöðu með Úkraínu, og sem hluti af al­þjóð­legum við­brögðum við inn­rás Rússa, telur ríkis­stjórnin á­fram­haldandi þörf á að styðja Úkraínu,“ segir í til­kynningu frá sænska fjár­mála­ráðu­neytinu.

Sænska ríkis­stjórnin til­kynnti í febrúar að fjöldi her­gagna yrðu send til Úkraínu til þess að að­stoða landið gegn inn­rás Rússa.

Íslensk stjórnvöld hafa greitt rúmlega 125 milljónir fyrir flutning á búnaði til Úkraínu, aðallega skotfæri.