Yfir­­völd í Sviss hafa neitað að sam­þykkja bólu­efni Ox­­for­d­-há­­skóla og AstaZene­­ca við CO­VID-19. Þau segja ekki nægar upp­­­lýsingar liggja fyrir um virkni þess. Þetta er fyrsta ríkið á megin­­landi Evrópu sem hafnað hefur að veita bólu­efninu markaðs­­leyfi.

Heil­brigðis­­eftir­­lit Sviss telur að frekari rann­­sókna sé þörf á gagn­­semi bólu­efnisins en þessi á­­kvörðun þykir koma á ó­­vart sam­­kvæmt frétt Financial Times. Áður hafði lyfja­­eftir­­lits­­stofnun Evrópu­­sam­bandsins heimilað notkun þess en Sviss er ekki hluti af sam­bandinu. Yfir­­völd í Sviss vilja bíða eftir niður­­­stöðum úr tveimur klínískum rann­­sóknum á bólu­efninu sem nú standa yfir í Norður- og Suður-Ameríku.

Þrátt fyrir að ESB hafi leyft notkun bólu­efnis Ox­­for­d­-há­­skóla og AstraZene­­ca hafa Frakkar, Þjóð­verjar, Ítalir, Svíar og Pól­verjar á­­kveðið að að­eins fólki yngra en 65 ára verði bólu­­sett með því. Belgar ætla ekki að bólu­­setja neinn yfir 55 ára aldri með því.

Sviss­nesk yfir­­völd hafa sam­þykkt notkun á bólu­efnum BioNT­ech og Pfizer sem og þess sem fram­­leitt er af Moderna. Þau til­­kynntu í dag að þau hefðu fest kaup á alls 13,5 milljónum skammta af bólu­efni Moderna, sem von er á í sumar.