„Það er erfitt að segja til hvað gerist í fram­haldinu,“ segir doktor Páll Einars­son jarð­eðlis­fræðingur um jarð­skjálftana í Tyrk­landi í gær.

„Þetta er meira en 300 kíló­metra svæði sem er undir í þessum skjálftum núna. Það væri svipað því ef allt Ís­land myndi rifna í sundur í tvennt, það er stærðin á þessum at­burði í jarð­fræði­legum saman­burði,“ segir Páll.

Að sögn Páls eru fleka­skil milli þriggja fleka sem mætast á austurog suð­austur­hluta Tyrk­lands.

„Þetta eru fleka­skilin sem skilja að Ara­bíu­flekann og Anató­líu-flekann sem er megnið af Tyrk­landi og eru fleka­hreyfingar á milli þessara f leka,“ út­skýrir hann.

Páll segir að um sé að ræða gríðar­lega stórt mis­gengi sem liggi í gegn um megin­landið og Austur-Anató­líu-mis­gengið. Skjálftarnir eigi upp­tök sín á því.

„Í kjöl­far skjálftanna má búast við eftir­skjálftum. Skjálftarnir voru tveir og ekki hægt að kalla seinni skjálftann eftir­skjálfta því hann var 7,5 sem telst varla eftir­skjálfti. Því eru þetta tveir megin­skjálftar. Það er ó­lík­legt að þetta róist alveg í bráð,“ segir Páll Einars­son.