Svínaflensan hefur verið að greinast í Noregi en þúsundir Norðmanna eru kvefaðir og rúmliggjandi nú þegar aðventan er gengin í garð.

Norski fjölmiðillinn VG greinir frá.

Haft er eftir yfirlækni í Noregi að að ástandið eigi eingöngu eftir að versna á næstu vikum þar í landi.

Læknar óttist að flensufaraldurinn verði mun meiri nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Tvær ástæður séu fyrir því, seinkun á ónæmi og veiran sem nú virðist ríkja, H1N1, hafi ekki skotið upp kollinum í Noregi í nokkur ár.

Í kórónuveirufaraldrinum hafi lítið verið um flensur vegna harðra sóttvarnaaðgerða. Það veiki ónæmiskerfið.

VG segir fólk síður verndað gegn svínaflensuveirunni sem nú gangi. Ung börn séu verst varin en þau þoli veikindin vel séu þau ekki með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.