Talið er að svín hafi étið svínahirði sinn, bóndakonu í Rússlandi, eftir að hún fékk flog í svínastíunni. Hún mun hafa verið á lífi þegar svínin létu til skrarar skríða..

Konan, 56 ára, var að gefa svínunum að kvöldlagi í þorpi í rússneska héraðinu Udmurtia, þegar hún missti meðvitund. Hún féll í svínastíuna. BBC greinir frá þessu.

Dánarorsök konunnar var að sögn blóðmissir. Maðurinn hennar hafði verið lasinn og hafði því farið snemma í háttinn. Þegar hann vaknaði var konan hans ekki í rúminu. Hann fór að leita og fann hana illa leikna í svínastíunni.

Rannsókn á tildrögum andlátsins hefur verið hrundið af stað, að því er Evening Standard greinir frá.