Innlent

Svig­rúm á einka­­rekstri grunn­­skóla rýmkað

Ekki er gert ráð fyrir að mennta­mála­ráðu­neytið komi að leyfis­veitingu sjálf­stætt rekina grunn­skóla. Gerð þjónustu­samninga verður nánast að öllu leyti á hendi sveitar­fé­laga.

Einkareknir grunnskólar ákveða sjálfir hvert rekstarform sitt sé. Fréttablaðið/Getty

Í drögum að nýrri reglugerð um sjálfstætt starfandi grunnskóla er ekki gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið komi að leyfisveitingu til reksturs á einkareknum grunnskólum. Sveitarfélög munu gera þjónustusamning við skólana og er eina aðkoma ríkisins sú að Menntamálastofnun staðfestir lögmæti þjónustusamningsins. Drögin birtust á Samráðsvef Stjórnarráðsins í mars í ár og er umsaganrferli lokið.

Breyting var gerð á lögum um grunnskóla árið 2016, og eru einkareknum grunnskólum meðal annars heimilt að ákveða rekstrar form sitt, hvort sem það er sjálfseignarfélag, hlutafélag eða öðru viðurkenndu rekstrarformi. Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis gagnrýndi þetta á sínum tíma, og sagði að rekstur grunnskóla ætti ekki að vera hagnaðardrifinn og því ætti rekstur fremur að vera á vegum sjálfseignarstofnana. Vænta má að grunnskóli sem rekinn er sem hlutafélag sé heimilt að greiða út arð úr starfseminni.

Þá segir einnig í drögum að nýju reglugerðinni að í þjónustusamningi skuli koma fram hvort að rekstraraðila grunnskóla sé heimiluð gjaldtaka af foreldrum barns og hvaða skilyrðum sú gjaldtaka er háð. Með reglugerðinni er ákvörðun um þessa heimild algjörlega á hendi sveitarfélaga, en engin takmörk eru sett í lögum fyrir hve hátt gjald má taka.

Í þjónustusamningi þarf að koma fram hvernig rekstrarafgangi af starfsemi skóla sem rekja megi til opinberra fjárveitinga skuli ráðstafað, en samkvæmt grunnskólalögum á sjálfstætt rekinn grunnskóli rétt á að lágmarki 75 prósent af vegnu meðaltali heildarrekstarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum á landinu. Er ákvörðun um ráðstöfun rekstrarafgangsins á hendi sveitarfélaganna einna samkvæmt hinni nýju reglugerð, sem og hve miklum fjármunum er veitt til sjálfstætt rekinna grunnskóla.

Jafnframt er réttur barna sem ekki eiga annarra kosta völ en að innrita sig í einkareknum grunnskóla tryggður. Skal tryggja öll sömu réttindi og börn í skólum sveitarfélaga þegar svo bjátar á, þar með talið réttinn að gjaldfrjálsum grunnskóla. T.a.m. er Tálknafjarðarskóli rekinn af Hjallastefunni, og er hann eini grunnskólinn í byggðinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Innlent

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Nefnd HÍ skeri ekki úr um lögmæti rannsókna

Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi

Vill ekki vanrækja bandamenn lengur

Auglýsing