For­eldr­ar barn­a við leik­skól­ann Hlíð í Hlíð­a­hverf­i eru ugg­and­i og sár­ir yfir því að eng­ar fram­kvæmd­ir séu enn hafn­ar á hús­næð­i Stór­u-Hlíð­ar en leik­skól­inn var tæmd­ur fyr­ir ell­ef­u vik­um vegn­a mygl­u og var for­eldr­um í byrj­un desember til­kynnt að gera ætti við hús­næð­ið. Frá því hef­ur barn­a­hóp­i leik­skól­ans ver­ið kom­ið fyr­ir á Brák­ar­borg fyr­ir ár­a­mót en nú á Litl­u-Hlíð í Eski­hlíð og í Saf­a­mýr­i.

Í frétt­a­til­kynn­ing­u frá for­eldr­a­fé­lag­i og for­eldr­a­ráð­i leik­skól­ans er lögð á­hersl­a á að borg­ar­yf­ir­völd tak­ist á við mál­ið með hrað­i og af fest­u.

„Nú er jan­ú­ar, nýtt ár – en leik­skól­a­hús­næð­ið hef­ur ekki enn ver­ið full­tæmt, ell­ef­u vik­um eft­ir að leik­skól­an­um við lok­að. Engin vinn­a við ít­ar­legt mat á á­stand­i hús­næð­is­ins hef­ur auk þess far­ið fram,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i en þar er einn­ig lýst mik­ill­i ó­á­nægj­u með veru barn­ann­a í Saf­a­mýr­i sem er nærr­i iðn­að­ar­svæð­i.

Engin vinn­a við ít­ar­legt mat á á­stand­i hús­næð­is­ins hef­ur auk þess far­ið fram

„Bráð­a­birgð­a­hús­næð­ið í Saf­a­mýr­i er hins veg­ar eins og lest­ar­stöð þar sem börn­in deil­a hús­næð­in­u með iðn­að­ar­mönn­um með til­heyr­and­i lát­um, kuld­a, bleyt­u og ó­næð­i. Allt kapp verð­ur að leggj­a á að ljúk­a þeirr­i vinn­u hratt og vel, enda ljóst að börn­in munu þurf­a að dvelj­a þar svo mán­uð­um skipt­ir með til­heyr­and­i skutl­i á mill­i hverf­a,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i.

Fríð­a Sig­urð­ar­dótt­ir er for­eldr­a og sit­ur í for­eldr­a­ráð­i en þau hafa ósk­að eft­ir því að fá ná­kvæm­a verk- og tím­a­á­ætl­un ekki seinn­a en á mán­u­dag fyr­ir Stór­u-Hlíð.

„Við erum enn að keyr­a á mill­i hverf­a. Sem við erum auð­vit­að ekki sátt við og vilj­um auð­vit­að kom­ast aft­ur „heim“. Þett­a þýð­ir að það þurf­a all­ir að setj­a upp í bíl til að sækj­a krakk­an­a og þeir sem eru með fleir­i en einn bíl geta ekki sam­ein­ast í einn bíl því það vant­ar auð­vit­að bíl­stól­a og svo þurf­a sum­ir að fara á fleir­i en einn stað að sækj­a,“ seg­ir Fríð­a og að stað­an sé einn­ig bag­a­leg fyr­ir starfs­fólk sem þarf margt að ferð­ast langt og þett­a hef­ur haft þær af­leið­ing­ar að for­eldr­ar hafa á þess­u tím­a­bil­i þurft oft að sækj­a börn fyrr eða hafa þau heim­a.

„Það sem svíð­ur mest við þett­a er að hús­næð­ið hef­ur stað­ið autt í ell­ef­u vik­ur og það er ekki búið að tæma það. Það eru hús­gögn og alls­kon­ar dót þarn­a inni. Það er búið að segj­a að sjón­skoð­un sé ekki nóg. Það þarf að rífa upp klæðn­ing­u og dúka til að fá heild­ar­mynd af mygl­unn­i. Það er blóð­ugt að keyr­a fram hjá leik­skól­an­um og það er allt slökkt þeg­ar mað­ur er á leið í ann­að hverf­i með börn­in sín. Allur tím­inn sem fer í að skutl­a. Það nær eng­inn full­um vinn­u­deg­i og þett­a er mik­il skerð­ing fyr­ir okk­ur á bæði lífs­gæð­um og tekj­um,“ seg­ir hún.

Spurð hvort þau hafi feng­ið ein­hvern af­slátt af gjöld­um seg­ir hún þau að­eins hafa feng­ið af­slátt þeg­ar börn­in kom­ast ekki í leik­skól­ann.

Það er blóð­ugt að keyr­a fram hjá leik­skól­an­um og það er allt slökkt þeg­ar mað­ur er á leið í ann­að hverf­i með börn­in sín.

Hafa lagt fram margar tillögur

Fríð­a seg­ir að frá því að þeim hafi ver­ið til­kynnt um lok­un leik­skól­ans hafi þau kom­ið marg­vís­leg­um til­lög­um til Reykj­a­vík­ur­borg­ar og lýst yfir rík­um vilj­a til sam­starfs og sam­vinn­u við að finn­a lausn­ir bæði til lengr­i og skemmr­i tíma. Sem dæmi hafi þau nefnt Klambr­a­tún þar sem er stór lóð og hús­næð­i af­girt í eigu borg­ar­inn­ar en svo hafi þau líka nefnt mög­u­leik­ann að segj­a Ævin­týr­a­borg upp við ann­an leik­skól­a í hverf­in­u, Björt­u­hlíð.

Hún seg­ir að öll­um lík­ind­um aðra skól­a eða leik­skól­a munu lend­a í sömu stöð­u og þótt svo að borg­in mynd­i setj­a af stað vinn­u við að koma þeim inn á Klambr­a­tún­i eða Ævin­týr­a­borg og þau svo kom­ast aft­ur á Hlíð þá væri það þá aldr­ei vinn­a sem borg­in mynd­i „tapa“ því hægt væri að nota það fyr­ir aðra.