Svíar munu að öllum líkindum af­létta öllum tak­mörkunum vegna Co­vid-19 þann 9. febrúar, eða á mið­viku­dag eftir viku. Frá þessu er greint í sænskum fjöl­miðlum en á vef Expres­sen og Afton­bladet segir að sænska ríkis­stjórnin muni til­kynna um þessar af­léttingar á morgun.

Ná­grannar þeirra í Dan­mörku og Noregi hafa stigið svipuð skref í vikunni en Danir af­léttu öllu og Norð­menn nærri öllum tak­mörkunum í vikunni.

Í frétt Expres­sen segir að á­kvörðunin sé til­komin vegna góðrar stöðu innan heil­brigðis­kerfisins en að á sama tíma muni það samt á­fram gilda að fólk eigi að halda sig heima ef það er veikt. Þá er einnig vísað til góðrar stöðu hvað varðar bólusetningu Svía gegn Covid-19 og að nýjasta afbrigði veirunnar, Omíkron, sé vægara en fyrri afbrigði þess.

Þar segir að for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, Magda­lena Anders­son, muni til­kynna um af­léttingarnar á blaða­manna­fundi í fyrra­málið.