Sverrir Einar Ei­ríks­son at­hafna­maður, sem er á­kærður fyrir meiri háttar brot gegn skatta­lögum og peninga­þvætti í rekstri einka­hluta­fé­laganna BHG, Sogið veitingar og Jupiter gisting hefur gefið frá sér yfir­lýsingu vegna málsins.

Héraðs­sak­sóknari hefur gefið út á­kæru og verður málið þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur. Finnur Þór Vil­hjálms­son sak­sóknari sækir málið og er krafist að Sverrir verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar­kostnaðar. Sam­tals er hann sakaður um skatta­laga­brot að upp­hæð 32,2 millj­óna króna.

Í yfir­lýsingunni segir hann að hann hafi um nær aldar­fjórðung stundað við­skipti af ýmsum toga, meðal annars kaup á gulli og demöntum auk lána­starf­semi og fleira.

Sverri Einar segir flest hafa gengið vel en ekki allt gengið upp. Í veitinga­rekstri hafi gengið illa og „þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau fé­lög.“

Í á­kærunni á hendur honum er honum gefið að sök að hafa ekki greitt virðis­auka­skatt að and­virði um 3,8 milljóna króna er hann var fram­kvæmda­stjóri og vara­stjórnar­maður fé­lagsins BHG. Auk þess er hann sakaður um að hafa ekki stað­greitt opin­ber gjöld sem haldið var aftur af launum starfs­manna BHG.

Yfir­lýsingin frá Sverri Einari í heild sinni:

Héraðs­sak­sóknari hefur nú gefið út á­kæru á hendur mér fyrir skatta­laga­brot vegna þriggja fé­laga, þar sem ég var á­byrgðar­maður. Fjöl­miðlar hafa á­kæruna undir höndum og hafa, eðli málsins sam­kvæmt, fjallað um málið í dag.

Ég hef í nærri aldar­fjórðung stundað ýmis konar við­skipti, þó mest fast­eigna­við­skipti hér á landi og í Bret­landi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lána­starf­semi, veitinga- og gisti­húsa­rekstur, starfs­manna­leigu og fleira. Flest hefur gengið vel en vissu­lega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun, og er það miður.

Þau fé­lög sem um ræðir héldu utan um starf­semi á sviði veitinga­reksturs. Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki sem upp, þrátt fyrir að ég legði mig allan fram þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau fé­lög.