„Jú, ég fagna því ef efnið verður dregið fram úr skuggunum. Ég er mjög opinn fyrir þessari leið en við megum ekki ör­vænta þótt eitt gangi ekki upp heldur prufa þá bara annað,“ segir Brynj­úlfur Jóhanns­son.

Brynj­úlfur er í hópi þeirra sem hafa haldið því fram að efnið psilo­cybin, of­skynjunar­efni sem meðal annars finnst í á­kveðinni tegund af sveppum, sé lyf sem geti læknað kvilla.

Sam­kvæmt yfir­lits­grein læknanna Árnýjar Jóhannes­dóttur og Engil­berts Sigurðs­sonar í Lækna­blaðinu sýnir ný safn­greining mark­tækan árangur psilo­cybin-með­ferðar hjá vissum hópum við al­var­legu þung­lyndi. Ekki er talið ó­lík­legt að markaðs­leyfi fáist til að út­deila efninu sem lyfi.

Brynj­úlfur hefur átt í úti­stöðum við yfir­völd, meðal annars vegna of­skynjunar­sveppa. Dæmi eru um hörmu­legar af­leiðingar eftir neyslu of­skynjunar­sveppa. Í­grunduð á­vísun á efnið undir eftir­liti heil­brigðis­starfs­manns gæti orðið leið í bar­áttu gegn al­var­legu þung­lyndi, þar sem aðrar leiðir duga ekki, að sögn Engil­berts Sigurðs­sonar geð­læknis.

„Ég horfi ekki á þetta efni sem neina töfra­lausn, það hefur alltaf haft þá áru að best sé að nálgast það af virðingu. Ég hef notað sveppi með engri virðingu og það endaði illa en ég fagna því ef vísindin eru að sýna fram á á­bata af notkun efnisins í á­kveðnum til­vikum,“ segir Brynj­úlfur.

Brynjúlfur Jóhannsson.
Mynd/Aðsend