Sveitar­stjórn Skaga­fjarðar lýsir yfir miklum á­hyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í Skaga­firði og víðar á landinu í kjöl­far ó­veðurslægðarinnar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá sveita­stjórninni.

Líkt og fram hefur komið er nú for­dæma­laust raf­magns­leysi í ýmsum byggðum á norðan­verðu landinu og víðar. Er unnið að því að koma vara­vélum inn á svæði þar sem enn er raf­magns­laust. Þannig eru tækni­menn til að mynda að störfum nú í varð­skipinu Þór á Dal­vík og stendur til að nýta skipið sem raf­stöð fyrir bæinn.

Í til­kynningu frá sveitar­stjórn Skaga­fjarðar kemur fram að það sé ó­við­unandi á árinu 2019 að í kjöl­far ó­veðurs skuli tug­þúsundir manna verða inn­lyksa án raf­magns og hita sólar­hringum saman og auk þess njóta bág­borinna fjar­skipta og upp­lýsinga um hvaða endur­bótum og lag­færingum líði.

Ekki sé boð­legt að stefna hundruðum manna út í mann­skaða­veður, með til­heyrandi hættu, til að ráðast í lag­færingar á inn­viðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem til­heyri 21. öldinni.

„Sveitar­stjórn Sveitar­fé­lagsins Skaga­fjarðar skorar á stjórn­völd að fara ræki­lega ofan í at­burði liðinna daga og byggja upp nauð­syn­legar á­ætlanir við ham­förum sem þessum.

Jafn­framt er mikil­vægt að ráðast þurfi í við- og endur­bætur á Sauð­ár­króks­höfn svo höfnin geti staðið á­hlaup sem þessi. Þá er nauð­syn­legt að ráðast án tafar í stór­fellt átak upp­byggingar raf­orku- og fjar­skipta­inn­viða á Norður­landi og í fleiri lands­hlutum sem nái til allra sveita og bæja landsins. Það á­stand sem enn varir í mörgum byggðar­lögum landsins er ó­boð­legt með öllu.“