Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, tekur á sig tímbundna launalækkun til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum sveitarfélagsins. Fjallað er um þetta í Vikublaðinu.

Hann lagði fram tillögu um að lækka laun sín og annarra kjörinna fulltrúa og nefndarmanna um 6 prósent sem var samþykkt á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær.

Kjör fulltrúa og nefndarmanna munu lækka til þeirrar fjárhæðra sem launin námu við upphaf kjörtímabils og verði þannig hægt að spara um 4,9 milljónir króna (3,6 milljónir af kjörum fulltrúa og nefndarmanna og 1,3 af launum sveitarstjóra).

Sömuleiðis var samþykkt að fresta samningsbundum launahækkunum í janúar 2021 til 1. júlí 2021.Slíkt samkomulag við æðstu stjórnendur nemur hagræðingu uppá um það bil 2,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum.