Fjöl­miðla­maðurinn Magnús Hlynur Hreiðars­son greinir frá því á Face­book að Al­dís Haf­steins­dóttir, nýr sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps sé með 1.780.000 krónur í mánaðar­laun.

„Ég sé að Al­dís Haf­steins­dóttir, nýr sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps fær 1.780.000 kr á mánuði í laun, auk 1.700 km í akstur á mánuði,“ segir Magnús á Face­book.

Þá kemur einnig fram að Al­dís fær tölvu, síma og net­tengingu borgaða heima hjá sér.

„Þetta kemur m.a. fram í ráðninga­samningi, sem er birtur í heild sinni á í­búa­síðu Hruna­manna á Face­book,“ segir Magnús.

Skjáskot/Facebook

Sveitarfélögin eru um þessar mundir að semja við bæjarstjóra og sveitastjóra landsins. Margir þeirra fá hærri laun en æðstu embættismenn ríkisins.

Til að mynda sam­þykktu meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra á fundi bæjarráðs nýverið. Laun hennar verða 2.239.010 krónur.