Fjölmiðlamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson greinir frá því á Facebook að Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps sé með 1.780.000 krónur í mánaðarlaun.
„Ég sé að Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps fær 1.780.000 kr á mánuði í laun, auk 1.700 km í akstur á mánuði,“ segir Magnús á Facebook.
Þá kemur einnig fram að Aldís fær tölvu, síma og nettengingu borgaða heima hjá sér.
„Þetta kemur m.a. fram í ráðningasamningi, sem er birtur í heild sinni á íbúasíðu Hrunamanna á Facebook,“ segir Magnús.

Sveitarfélögin eru um þessar mundir að semja við bæjarstjóra og sveitastjóra landsins. Margir þeirra fá hærri laun en æðstu embættismenn ríkisins.
Til að mynda samþykktu meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra á fundi bæjarráðs nýverið. Laun hennar verða 2.239.010 krónur.