Sveitar­fé­lög úti á landi þurfa að taka sig saman og koma sam­einuð að borðinu þegar kemur að úr­bótum á heil­brigðis­þjónustu á lands­byggðinni, að mati Írisar Róberts­dóttur, bæjar­stjóra í Vest­manna­eyjum. Hún segir Utan­spítala­þjónustu á borð við sjúkra­flug sé gríðar­lega á­bóta­vant.

„Við hérna í Eyjum erum land­fræði­lega þannig stödd að við þurfum að geta bjargað okkur um ansi mikið. Ef staðan á að vera þannig að í Vest­manna­eyjum sé ekki skurð­stofa, verður sjúkra­flug og að­gengi að þjónustu í Reykja­vík að vera miklu betri en hún er í dag,“ segir Íris.