Innlent

Sveinn Gestur óvart látinn laus

Var frjáls ferða sinna síðdegis í gær.

Fréttablaðið/Ernir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra, var fyrir mistök leystur úr haldi í gær. Útlit er fyrir að farist hafi fyrir að fara yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum – og rann það því út klukkan 16 í gær.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sveinn hefur áfrýjað dómi sínum til Landsréttar og sætir því gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, allt þar til dómur fellur í málinu. Þar sem ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald var Sveinn frjáls ferða sinna síðdegis í gær, þó það hafi reynst skammgóður vermir því hann var handtekinn á bílaplaninu við Hólmsheiði þegar hann gekk í flasið á hópi lögreglumanna. Þaðan var hann fluttur fyrir héraðsdóm og úrskurðaður í gæsluvarðhald, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Sem fyrr segir var Sveinn Gestur dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í júní síðastliðnum á heimili Arnars við Æsustaði í Mosfellsdal. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Unnu skemmdar­verk á 20 logum Huldu Hákon

Innlent

Átti að út­­skrifast í maí en þarf nú að yfir­gefa landið

Innlent

Píratar og Við­reisn með sam­eigin­legt fram­boð í Ár­borg

Auglýsing

Sjá meira Fréttir

Erlent

Hafna því að Skripal hafi beðið um náðun frá Pútín

Erlent

Yeonmi Park fagnar fæðingu frjáls sonar

Erlent

Puigdemont flúinn frá Finn­landi

Innlent

Handtekinn í miðbænum með hníf í hendi

Erlent

Ganga til stuðnings hertri byssu­lög­gjafar í Banda­­ríkjunum

Alþingi

Ólíklegt að 16 ára fái að kjósa

Auglýsing