Innlent

Sveinn Gestur óvart látinn laus

Var frjáls ferða sinna síðdegis í gær.

Fréttablaðið/Ernir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra, var fyrir mistök leystur úr haldi í gær. Útlit er fyrir að farist hafi fyrir að fara yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum – og rann það því út klukkan 16 í gær.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sveinn hefur áfrýjað dómi sínum til Landsréttar og sætir því gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, allt þar til dómur fellur í málinu. Þar sem ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald var Sveinn frjáls ferða sinna síðdegis í gær, þó það hafi reynst skammgóður vermir því hann var handtekinn á bílaplaninu við Hólmsheiði þegar hann gekk í flasið á hópi lögreglumanna. Þaðan var hann fluttur fyrir héraðsdóm og úrskurðaður í gæsluvarðhald, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Sem fyrr segir var Sveinn Gestur dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í júní síðastliðnum á heimili Arnars við Æsustaði í Mosfellsdal. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Innlent

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Innlent

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Auglýsing

Nýjast

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Braust inn í bíl en eigandinn sat undir stýri

Ölvaður maður bjálaðist í vegabréfaskoðun

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Auglýsing