Innlent

Sveinn Gestur óvart látinn laus

Var frjáls ferða sinna síðdegis í gær.

Fréttablaðið/Ernir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra, var fyrir mistök leystur úr haldi í gær. Útlit er fyrir að farist hafi fyrir að fara yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum – og rann það því út klukkan 16 í gær.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sveinn hefur áfrýjað dómi sínum til Landsréttar og sætir því gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, allt þar til dómur fellur í málinu. Þar sem ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald var Sveinn frjáls ferða sinna síðdegis í gær, þó það hafi reynst skammgóður vermir því hann var handtekinn á bílaplaninu við Hólmsheiði þegar hann gekk í flasið á hópi lögreglumanna. Þaðan var hann fluttur fyrir héraðsdóm og úrskurðaður í gæsluvarðhald, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Sem fyrr segir var Sveinn Gestur dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í júní síðastliðnum á heimili Arnars við Æsustaði í Mosfellsdal. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Kjaramál

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Skipulagsmál

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Auglýsing