Innlent

Sveinn Gestur óvart látinn laus

Var frjáls ferða sinna síðdegis í gær.

Fréttablaðið/Ernir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra, var fyrir mistök leystur úr haldi í gær. Útlit er fyrir að farist hafi fyrir að fara yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum – og rann það því út klukkan 16 í gær.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sveinn hefur áfrýjað dómi sínum til Landsréttar og sætir því gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, allt þar til dómur fellur í málinu. Þar sem ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald var Sveinn frjáls ferða sinna síðdegis í gær, þó það hafi reynst skammgóður vermir því hann var handtekinn á bílaplaninu við Hólmsheiði þegar hann gekk í flasið á hópi lögreglumanna. Þaðan var hann fluttur fyrir héraðsdóm og úrskurðaður í gæsluvarðhald, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Sem fyrr segir var Sveinn Gestur dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í júní síðastliðnum á heimili Arnars við Æsustaði í Mosfellsdal. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Auglýsing

Nýjast

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing