Innlent

Svein­björg Birna með Ás í erminni og opnar út­varps­stöð

Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir, borgar­full­trúi og odd­viti Borgarinnar okkar, stendur við stóru orðin og opnar út­varps­stöðina Ás í fyrra­málið. „Engin þöggun á þessum bæ,“ segir hún.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lætur kné fylgja kviði og opnar nýja útvarpsstöð í anda Útvarps Sögu í fyrramálið. Fréttablaðið/Valli

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar, væri að íhuga að opna útvarpsstöð þar sem hún fær ekki lengur inni með boðskap sinn á Útvarpi Sögu. Óhætt er að segja að hún láti verkin tala vegna þess í fyrramálið klukkan 10 fer hún í loftið á útvarpsstöð sinni sem hún nefnir Ás. 

Ás sendir út á tíðninni FM 98,3, þar sem meðal annars Útvarp Stam og KR-Útvarp hafa hljómað. „Ég leigði þessa tíðni, tækjabúnaðinn og öll tilskilin leyfi fram að kosningum,“ segir Sveinbjörg Birna við Fréttablaðið. „Konan gerir það sem hún segist ætla að gera. Engin þöggun á þessum bæ.“ 

Hún útilokar þó ekki að stöðin muni halda áfram að loknum borgarstjórnarkosningunum en svona sé staðan í dag. „Það er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu.“

Sjá einnig: Sveinbjörg Birna er óvelkomin á Útvarp Sögu

Ljóst er að Sveinbjörg Birna sækir fyrirmyndina ekki langt þar sem Ás mun bjóða upp á símatíma þar sem hlustendur geta hringt inn og tjáð sig, en Símatími Útvarps Sögu hefur löngum verið flaggskip þeirrar stöðvar og notið mikilla vinsælda.

Edit Alvarsdóttir í lykilhlutverki

Edith Alvarsdóttir skipar 2. sætið á lista Borgarinnar okkar. Hún hefur um langt árabil starfað á Útvarpi Sögu, bæði við auglýsingasölu og þáttagerð. Hún hætti á stöðinni þegar hún fór í framboð en Sveinbjörg Birna hyggst nýta þekkingu Editar og reynslu á nýju stöðinni.

„Að sjálfsögðu verður Edith áberandi þarna. Ég hef líka talað við nokkra í öðrum smærri framboðum og þeim stendur til boða bæði að koma til okkar í viðtöl og líka að kynna bara sín stefnumál. Við ætlum bara að taka þetta alla leið og leyfa lýðræðisröddunum að heyrast.“

Unnið er að uppsetningu vefsíðu þar sem hægt verður að nálgast upptökur af eldri þáttum. „Slagorð okkar verður Borgin okkar - miklu betri vinur þinn!, segir Sveinbjörg Birna og tekur af öll tvímæli um til höfuðs hverjum Ás er sett í loftið þar sem slagorð Útvarps Sögu er „Útvarp Saga: besti vinur þinn!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sveinbjörg Birna er óvelkomin á Útvarp Sögu

Innlent

Arnþrúður: „Þessi dómur er skömm fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur“

Fréttir

Viðar þagnar: „Það eru bara ansi margir þreyttir á mér“

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

Auglýsing