Svavar Pétur Ey­steins­son, tón­listar­maður er látinn. Þetta kemur fram í til­kynningu frá að­stand­endum.

Svavar Pétur var 45 ára að aldri og greindist með fjórða stigs krabba­mein fyrir fjórum árum. Hann hefur verið opin­skár með bar­áttu sína við sjúk­dóminn.

Svavar Pétur var stoltur Breið­hyltingur. Gekk í Hóla­brekku­skóla og Fjöl­brauta­skólann í Breið­holti.

Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljós­myndari en er þekktastur sem tón­listar­maður og texta­höfundur. Hann spilaði meðal annars með hljóm­sveitunum Múl­dýrinu, Rúnk og Skakka­mana­ge, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tón­list undir lista­manns­nafninu Prins Póló.

Þá hafa vegg­spjöld með hendingum úr laga­textum hans notið mikilla vin­sælda. Svavar var líka frum­kvöðull á sviði mat­væla­fram­leiðslu og setti á markað Bulsur og Bopp.

Svavar Pét­ur bjó um tíma á­samt fjöl­­skyldu sinni á Seyðis­­firði og seinna á Drangs­nesi. Vorið 2014 flutti fjöl­­skyld­an í Beru­fjörð, stundaði þar líf­ræna rækt­un og fram­­leiðslu, og rak tón­­leik­a­stað og ferða­þjón­ustu und­ir nafn­inu Havarí til hausts­ins 2020.

„Í listinni leik ég mér að hversdagshlutum,“ sagði Svavar í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum.
Fréttablaðið/Ernir