Svavar Gests­son, fyrr­verandi Al­þingis­maður, ráð­herra, rit­stjóri og sendi­herra, er látinn 76 ára að aldri. Guð­rún Ágústs­dóttir eftir­lifandi eigin­kona hans til­kynnti þetta fyrir stundu.

Svavar var á­berandi stjórn­mála­foringi á vinstri vængnum frá síðari hluta áttunda ára­tugarins og fram til alda­móta. Hann gegndi em­bætti við­skipta­ráð­herra frá 1978 til 1979 og heil­brigðis- og trygginga­mála­ráð­herra 1980 til 1983. Árið 1988 var hann skipaður mennta­mála­ráð­herra og gegndi því em­bætti til 1991.

Árið 1999 var hann skipaður sendi­herra og varð fyrst aðal­ræðis­maður Ís­lands í Winni­peg í Kanada. Þar starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri há­tíða­halda Ís­lendinga vegna landa­funda og land­náms­af­mæla í Kanada og norður­ríkjum Banda­ríkjanna.

Starfaði lengi í utan­ríkis­þjónustunni

Svavar varð síðan sendi­herra í Stokk­hólmi frá 2001 til 2005 og auk þess sendi­herra Ís­lands í Bangla­dess, Srí Lanka, Pakistan, Serbíu, Búlgaríu og Albaníu. Hann var sendi­herra í Dan­mörku 2005 til 2009 og jafn­framt sendi­herra í Ísrael, Slóveníu, Túnis, Tyrk­landi og Rúmeníu. Hann var sér­stakur full­trúi utan­ríkis­ráð­herra gagn­vart Afríku­sam­bandinu 2008.
Svavar ritaði fjölda greina um stjórn­mál í blöð og tíma­rit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónar­rönd, jafnaðar­stefnan - við­horf. Sjálfs­ævi­sagan Hreint út sagt kom út 2012.

Frá vinstri: Guðrún Ágústsdóttir, Svavar Gestsson, Jacques Lang, Francois Mitterand, forseti Frakklands, Vigdís Finnbogadóttir og Sjón á tónleikum Sykurmolana í Duus-húsi 28. ágúst 1990.
Fréttablaðið/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Svavar fæddist á Guðna­bakka í Staf­holts­tungum 26. júní 1944. For­eldrar hans voru Gestur Zóp­hónías Sveins­son og Guð­rún Valdimars­dóttir. Hann giftist Jónínu Bene­dikts­dóttur ritara árið 1964 og átti með henni þrjú börn, Svan­dísi fædda 24. ágúst 1964, Bene­dikt fæddan 10. ágúst 1968 og Gest fæddan 27. desember 1972. Þau skildu og lést Jónína 29. maí 2005. Svavar giftist Guð­rúnu Ágústs­dóttur fyrr­verandi for­seta borgar­stjórnar Reykja­víkur árið 1993.

Svavar Gestsson og eiginkona hans Guðrún Ágústsdóttir.
Mynd/Karól Kvaran

Svavar lauk stúdents­prófi frá Mennta­skólanum í Reykja­vík 1964. Þá gegndi hann em­bætti formanns Fram­tíðarinnar, nem­enda­fé­lags skólans. Hann hóf nám í lög­fræði við Há­skóla Ís­lands sama ár auk þess sem hann hóf starf hjá Þjóð­viljanum. Ári síðar varð hann rit­stjóri Nýja stúdenta­blaðsins. Hann var við nám í Ber­lín 1967 til 1968. Svavar tók við starfi rit­stjórnar­full­trúa hjá Þjóð­viljanum árið 1969 og var rit­stjóri hans frá 1971 til 1978. Hann var auk þess for­maður Út­gáfu­fé­lags Þjóð­viljans árin 1976 til 1983.

Svavar var fyrst kosinn á Al­þingi fyrir Al­þýðu­banda­lagið í Reykja­víkur­kjör­dæmi árið 1978 og sat síðan sem þing­maður Al­þýðu­banda­lagsins til 1995, þá Al­þýðu­banda­lagsins og ó­háðra 1995 frá 1999 og var for­maður þing­flokksins þann tíma.

Svavar ritaði fjölda greina um stjórn­mál í blöð og tíma­rit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónar­rönd, jafnaðar­stefnan - við­horf. Sjálfs­ævi­sagan Hreint út sagt kom út 2012.