Eldur kviknaði í vélbúnaði fyrir utan heitavatnstankana í Grafarholti skömmu eftir klukkan átta í kvöld. Mikill dökkur reykur steig upp frá tönkunum og sást glögglega á myndum sem sendar voru af fólki á vettvangi.

Dökki reykurinn var farinn eftir nokkrar mínútur en slökkvilið var ekki lengi að ráða niðurlögðum eldsins.


Fréttin var uppfærð 20:35.

Eldur kom upp í vélbúnaði fyrir utan tankana.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Mikill reykur stóð upp úr heitavatnstönkunum
Mynd/Kristinn Páll
Reykurinn var allur farinn nokkrum mínútum seinna.
Mynd/Kristinn Páll